Í nýrri skýrslu sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er lagt til að komið verði á laggirnar námi í fiskeldi með samfelldur í námi frá framhaldsskóla til háskóla.
Fram kemur að ráðuneytið hafi óskað eftir því að unnin yrði óháð úttekt á námi í fiskeldi á Íslandi, gerður yrði samanburður við nám á þessu sviði í nágrannalöndum Íslands og lagðar fram tillögur um hvað þyrfti að gera til að geta boðið fram nám af þessari tegund.
Einnig eru lagðar fram tillögur um hvernig auga megi nám í fiskeldi á framhalds- og háskólastigi til að komast til móts við atvinnulífið með auknu og endurbættu námsframboði.
Lagt er til að boðið verði upp á nám á framhaldsskólastigi í almennum framhaldsskólum á þeim svæðum þar sem fiskeldi er fyrst og fremst stundað. Stofnað verði til samstarfs við verkmenntaskóla í Noregi.
Þá er einnig lagt til að sett verði á laggirnar nám við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, þar sem nemendur útskrifist með starfsréttindi á diplóma- eða bakkalárstigi við háskólana. Bókleg kennsla fari fram í háskólunum og verkleg kennsla við framhaldsskólana og innan fyrirtækjanna.