Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til úrbætur vegna umferðaröryggis á Hörgárbraut milli Glerár og Undirhlíðar. Í bókun skipulagsráðs segir að það sé ekki talinn raunhæfur kostur að gerð verði undirgöng eða að göngubrú verði byggð á staðnum.
Sjá einnig: Hörgárbraut og þögnin mikla
Íbúar í Holta- og Hlíðahverfi hafa ítrekað kallað eftir slíkum framkvæmdum en síðan árið 2016 hefur fjórum sinnum verið ekið á gangandi vegfarendur við Hörgárbraut.
Skipulagsráð leggur fram fimm tillögur að aðgerðum árið 2020. Lagt er til að bæta skiltun á svæðinu, sett verði upp hraðarvararskilti sem sýna raunhraða ökutækja og gefa til kynna ef ökumenn fara yfir settan hámarkshraða með fýlukarli, setja upp hraða- og rauðljósamyndavél til
uppsetningar við gangbrautina á Hörgárbraut við Stórholt, loka fyrir hjáleið frá Höfðahlíð inn á lóð N1 og endurstilling á ljósatíma gönguljósa.
UMMÆLI