Lokaskiladagur fyrir Jól í skókassa er í dag

Börn í Úkraínu njóta góðs af gjöfunum

Börn í Úkraínu njóta góðs af gjöfunum

Verkefnið Jól í skókassa felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru svo settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Hópur ungs fólks innan KFUM & KFUK hefur staðið að verkefninu á Íslandi frá árinu 2004 en á þeim tíma hafa safnast rúmlega 50.000 gjafir sem sendar hafa verið til Úkraínu og þar dreift á á munaðarleysingjaheimili, á barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Í ár hafa hátt í fjögur þúsund jólagjafir safnast í átakinu en gjafirnar fara til bágstaddra barna í Úkraínu. Lokafrestur til að skila inn gjöf er í dag, laugardag. Tekið er á móti skókössum í húsi KFUM & KFUK við Holtaveg 28 til klukkan 16 í dag.

VG

UMMÆLI