Akureyrarbær var rekinn með 463 milljóna króna afgangi í fyrra en áætlun hafði gert ráð fyrir 86 milljóna króna halla. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar en ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2019 voru lagðir fram í bæjarráði í gær.
Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar var viðunandi og niðurstaða ársins nokkru betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Munar þar miklu um að niðurstaða rekstrar A-hluta, það er starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, var jákvæð um 57 milljónir króna, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 629 milljónir. Sjóðstreymi ársins 2019 var líka betra en áætlað hafði verið.
Helstu tölur:
- 463 millj. kr. afgangur af rekstrinum í heild
- Niðurstaða fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt jákvæð um 1.619 millj. kr.
- Veltufé frá rekstri 2.974 millj. kr. (388 millj. kr. hærra en í áætlun) – 10,9% af tekjum
- Afborgun langtímalána 643 millj. kr. og ný langtímalán 786 millj. kr.
- Launagreiðslur 12.175 millj. kr. án launatengdra gjalda og hækkunar lífeyrisskuldbindinga
- Fjöldi stöðugilda að meðaltali 1.599 – fjölgun um 36 frá 2018.
- Tekjur á hvern íbúa samtals 1.428 þús. kr., þar af skatttekjur 839 þús. kr.
- Eignir í árslok bókfærðar á 56.439 milj. kr. þar af veltufjármunir 4.858 millj. kr. Skuldir með lífeyrisskuldbindingum 30.005 millj. kr. þar af skammtímaskuldir 4.261 millj. kr.
- Skuldaviðmið samstæðu 73% og lækkar um tvö prósentustig.
Hér er hægt að skoða ársreikning Akureyrarbæjar 2019.
Fréttin er af heimasíðu Akureyrarbæjar.
UMMÆLI