Þrátt fyrir að Sundlaug Akureyrar sé lokuð almenningi um þessar mundir vegna Covid-19 er þar nóg um að vera. Á vef Akureyrarbæjar segir að þessi óvenjulegi tími sé notaður til nauðsynlegra framkvæmda og kærkominna breytinga í Sundlauginni.
Þar segir að um leið og sundlauginni hafi verið lokað hófust framkvæmdir innanhús. Á verkefnalistanum sé meðal annars að lagfæra búningsklefa og sturtur.
Aðgengi að salernum verður stórbætt í kvennaklefa, skipt um skilrúm og setbekkir við skápa endurnýjaðir.
Þá verður á 2. hæð útbúinn sérbúningsklefi og klefi fyrir fatlað fólk með aðstöðu fyrir aðstoðarmann.
UMMÆLI