47 smit vegna Covid-19 hafa nú verið staðfest á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is sem birtust klukkan 13.
Sjá einnig: Einn einstaklingur tekinn af öndunarvél á Akureyri
Eitt nýtt smit bætist við frá því í gær. Samkvæmt tölum frá Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra. voru 36 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 í gær.
169 einstaklingar eru í sóttkví vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra og fækkar því um 7 einstaklinga í sóttkví frá tölum gærdagsins.
Á landinu öllu hafa verið staðfest 1648 smit en 688 hafa náð bata.