Söngkeppni framhaldsskólanna frestað til 26. september

Söngkeppni framhaldsskólanna frestað til 26. september

Vegna COVID-19 faraldursins og núgildandi samkomubanns hefur verið tekin ákvörðun að fresta Söngkeppni framhaldsskólanna. Eftir samráð við nemendafélög í framhaldsskólum landsins hefur verið ákveðið að fresta keppninni fram á haust og halda hana 26. september.

Staðsetningin helst óbreytt og mun keppnin fara fram á Akureyri í tíunda sinn.

„Okkur fannst mikilvægt að reyna að halda keppnina á þessu 30 ára afmælisári þó hún verði í seinna fallinu,“ segir Hlynur Þór Jensson, framkvæmdastjóri Söngkeppinnar 2020.

Keppnin hefur vaxið mikið á síðustu 30 árum og er listi þeirra tónlistarmanna sem hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni orðinn ansi langur. Má þar nefna Glowie, Sölku Sól, Pál Óskar, Eyþór Inga og Hjaltalín.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó