Í veröldinni sem við búum við í dag eru freistingarnar endalausar og margir glíma við aukakíló. Við erum sífellt að glíma við þá sjálfsmynd að við eigum að líta svona út og hinsegin, en þegar uppi er staðið skiptir það einu og öllu máli að vera heilbrigður. Kílótala er ekkert nema það, tala. Okkur á að líða vel í eigin líkama og ef að það er ekki raunin þá gerum við eitthvað í því. Það getur hinsvegar reynst fólki erfitt að gera eitthvað í því en stundum vantar þeim bara smá hvatningu. Þar kemur Alda María Norðfjörð inn. Alda er 23 ára gömul, gift, tveggja barna móðir, háskólanemi og fyrirmynd.
Alda María birti á dögunum færslu á facebook þar sem hún deildi með vinum árangri sínum á síðustu mánuðum. Pistillinn vakti sérstaklega athygli vegna þess að Alda gerði þetta allt á eðlilegan hátt, engar ýkjur og ekkert kjaftæði.
Hún segist þá loks vera orðin frjáls frá fíkninni, sem samanstóð af nammi og gosi. Það eru einmitt margir sem að átta sig ekki á því að líkamsræktin byrjar í eldhúsinu og skiptir því öllu máli hvað við látum ofan í okkur.
Alda byrjaði einnig í crossfit í sumar sem hún segir vera eina af bestu ákvörðunum lífs síns. Hún deildi einnig mælingunum sem að Lára Kristín einkaþjálfari tók af henni en tölurnar sýna svakalegan árangur á stuttum tíma en núna frá því í júní eru horfin:
-23,6kg
-9,7% fita
-17,5kg af hreinni fitu
-6,5kg önnur þyngd, s.s. bjúgur.
Í heildina gera þetta ca. 93,2 cm ,sem er rétt tæplega heill meter í ummál.
,,Á þessum 6 mánuðum eru þessar tölur búnar að fara, ég er sjálf í sjokki yfir því af því ég er ekki búin að vera á neinu prógrammi eða neitt og þetta er ekki búið að vera erfitt i eitt skipti, bara gaman! Það er pítsa í matinn 1x í viku hjá mér og ég fæ mér alveg köku í veislum og svoleiðis en ég sleppi því að baka sjálf heima bara af því að mig langar í köku. Svo er það bara einmitt þannig að allt er gott í hófi, ef þetta er orðið fíkn þarf að taka það út. Hvort sem það er matur, nammi, áfengi, tóbak eða eitthvað annað!“ segir Alda.
Alda María lítur mjög vel út, bæði fyrir og eftir átakið, og virkilega flott að fá að sjá þennan frábæra árangur. Það er mikill misskilningur að maður þurfi að taka út allt sem manni finnist gott, hreyfa sig eins og brjálæðingur og borða bara hrökkbrauð til að léttast. Það hefur Alda María sannarlega sýnt okkur.
UMMÆLI