Stærsta skíðaviðburði landsins, Andrésar Andar leikunum, hefur verið aflýst vegna covid-19. Leikarnir eru haldnir árlega og núna 2020 hefðu þeir fagnað 45 ára afmæli. Andrésarleikarnir eru eitt stærsta skíðamót landsins með um 1000 keppendur á aldrinum 4-15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og viðburðurinn því einn stærsti viðburður Akureyrar þar sem 2500-3000 manns sækja leikana.
Í tilkynningunni segja skipuleggjendur að þetta sé þeim þungbært en í ljósi ástandsins sé ekki ráðlegt að stefna öllum skíða- og brettabörnum landsins saman á einn stað í lok apríl.
Þá stóð til að mögulega fresta leikunum fram í maí eða finna einhverja lausn til að halda mótið en þetta varð því miður niðurstaðan.
UMMÆLI