NTC

5 smit á Norðurlandi eystra og 299 í sóttkví

5 smit á Norðurlandi eystra og 299 í sóttkví

5 smit eru nú staðfest á Norðurlandi eystra, samkvæmt upplýsingum á covid.is þar sem nýjustu tölur frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra birtust klukkan 11. Hefur því fjölgað um 3 síðan í gær þegar 2 voru smitaðir.

299 einstaklingar eru nú í sóttkví á Norðurlandi eystra og því hefur einstaklingum í sóttkví á svæðinu fjölgað um 89 frá tölum gærdagsins.

Á landinu öllu eru staðfest smit nú orðin 568 og 6340 í sóttkví.

Ef þú finnur fyrir einkennum eða óttast smit hringdu þá í 1700. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Upplýsingar um veiruna og viðbrögð á vef Embættis Landlæknis.

VG

UMMÆLI

Sambíó