Fjöldi einstaklinga í sóttkví á Norðurlandi eystra hefur hækkað hratt í dag og í gær en um hádegisbil í dag voru samtals 93 einstaklingar í sóttkví á Norðurlandi eystra.
Enn er einungis eitt smit staðfest á svæðinu en eftir að það greindist á laugardag hefur einstaklingum í sóttkví fjölgað hratt. Á laugardag voru 18 einstaklingar í sóttkví á Norðurlandi eystra.
Varrúðarráðstafanir hafa verið gerðar víða en til að mynda hefur tveimur deildum á leikskólanum Hólmasól verið lokað.
Ef þú finnur fyrir einkennum eða óttast smit hringdu þá í 1700.Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.Upplýsingar um veiruna og viðbrögð á vef Embættis Landlæknis.
UMMÆLI