Leik- og grunnskólar Akureyrar verða lokaðir á mánudaginn næsta en til stendur að halda starfsdag til að starfsfólk geti ráðið ráðum sínum varðandi Covid-19 veiruna og framhaldið. Samkomubann var sett á fyrr í dag en þó mega leik- og grunnskólar starfa áfram með ákveðnum skilyrðum.
Háskólinn á Akureyri er lokaður næstu 4 vikurnar ásamt framhaldsskólum bæjarins en fjarkennsla verður kennd við skólana á meðan lokuninni stendur.
Á heimasíðu Akureyrarbæjar kemur fram að lokað verði fyrir gestum á næstunni á búsetu- og fjölskyldusviði, Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og Hæfingarstöðinni Skógarlundi. Þá verður ekki starfsemi á vegum Akureyrarbæjar í félagsmiðstöðvum fyrir eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu næstu daga eða vikur. Önnur starfsemi og þjónusta Akureyrarbæjar verður með venjulegu sniði þangað til annað verður tilkynnt.
UMMÆLI