Framsókn

Björk Óðinsdóttir leikur í vinsælum sjónvarpsþætti í Svíþjóð

Björk Óðinsdóttir

Björk Óðinsdóttir

Akureyringurinn Björk Óðinsdóttir mun á næstu vikum leika í sænska fjölskylduþættinum Gladiatorerna. Þátturinn sem verið hefur á dagskrá stöðvarinnar TV4 í Svíþjóð frá árinu 2000 er gríðarlega vinsæll og er þetta þriðja þáttaröðin sem Björk tekur þátt í. Kaffið.is sló á þráðinn til Bjarkar sem nú er búsett í Danmörku og undirbýr sig á fullu fyrir þættina en upptökur hefjast í næstu viku.

„Þátturinn er eins konar blanda af raunveruleikaþætti og leiknum þætti og gengur út á það að fólk reynir að leysa allskyns þrautir og hindranir og við sem leikum í þáttunum höfum það hlutverk að koma í veg fyrir og trufla,” segir Björk

„Ég fékk símtal frá einum af framleiðanda þáttarins fyrir þremur árum síðan og var spurð hvort ég hefði áhuga á því að vera með,“ segir Björk um aðdraganda þess að hún fór að leika í þáttunum.“

„Ég leik víkingastelpu frá Íslandi sem bræðir alla með góðmennsku sinni áður en hún rústar þeim.”

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó