Gæludýr.is

KA/Þór í úrslit Coca Cola bikarsins í fyrsta sinn

KA/Þór í úrslit Coca Cola bikarsins í fyrsta sinn

Handboltalið KA/Þór gerði sér lítið fyrir og tryggði sæti sitt í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í fyrsta sinn eftir sigur á Haukum í Laugardalshöllinni í gær.

Leikurinn var æsispennandi en KA/Þór vann að lokum 22:21 sigur og mætir Fram í úrslitaleik keppninnar.

Martha Hermannsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru markahæstar í liði KA/Þór með 4 mörk hvor.

Martha var hæstánægð eftir sigurinn. „Þetta er draum­ur með mínu upp­eld­is­fé­lagi. Við erum þrjár hérna sem höf­um spilað í tugi ára, ég er á þriðja tug held ég. Þetta er rús­ín­an í pylsu­end­an­um að kom­ast í úr­slit,“ sagði hún eftir leik

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó