Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á tíunda tímanum í morgun þegar minniháttar eldur kom upp í tækjarými í kjallara verslunarrýmisins Kaupangi á Akureyri. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Engin hætta skapaðist á svæðinu en um var að ræða mótor sem brann yfir og myndaðist töluverður hiti og reykur vegna þess.
Aðgerðir á staðnum gengu vel, slökkvilið reykræsti rýmið og er aðgerum nú lokið á vettvangi.
Mynd: mbl.is/Þorgeir Baldursson
UMMÆLI