Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri á föstudagskvöld er einnig á gjörgæslunni á Akureyri ásamt manninum sem stunginn var. Árásarmaðurinn var fyrst fluttur í fangaklefa á Akureyri þar sem átti að taka skýrslu af honum daginn eftir, ekkert varð hins vegar úr því því flytja þurfti hann rænulítinn úr fangageymslu lögreglunnar og á Sjúkrahúsið á Akureyri og liggur hann þar á gjörgæslu. Lögregluvakt er á gjörgæslunni.
Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu vinnur nú á vettvangi á Kópaskeri og er reiknað með að sú vinna ljúki í dag.
Sjá einnig: https://www.kaffid.is/madur-stunginn-a-kopaskeri/
UMMÆLI