Listdansskautarinn Aldís Kara Bergsdóttir verður fyrsti íslenski skautarinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti. Hún er á leið á heimsmeistaramót unglinga í listhlaupi sem fer fram í Tallinn í Eistlandi dagana 2.-8. mars.
Hún vann sér inn keppnisrétt á mótinu á Norðurlandamótinu í Noregi fyrir tveimur vikum.
Aldís Kara hefur æft skauta með Skautafélagi Akureyrar frá árinu 2008 en hún heldur utan til Tallinn í dag.
Hún er búsett á Akureyri og stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri. Hún hefur þó æft fyrir mótið í Egilshöllinni í Grafarvogi þar sem HM kvenna í 2. deild B í íshokkí fer fram á Akureyri þessa dagana.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland á keppanda á heimsmeistaramóti unglinga en áður hefur farið lið í samhæfðum skautadansi á heimsmeistaramót.
UMMÆLI