Handboltalið Þórs mun spila í Olís deildinni í handbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir öruggan 35:23 sigur liðsins á Fjölni U síðastliðinn föstudag.
Þórsarar eru nú með átta stiga forskot á Val U á toppi Grill 66 deildarinnar. Ungmennalið félaga geta ekki tryggt sér sæti í efstu deild.
Næsta vetur munu Þórsarar því spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 2006. Þór lék undir merkjum Akureyrar í fyrra en KA og Þór slitu samstarfi sínu eftir tímabilið 2017-18. Þau höfðu leikið sem Akureyri handboltafélag frá árinu 2006.
UMMÆLI