Framsókn

KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Tilvalið að negla smá suðrænni dansstemningu í eyrun“

KÁ/AKÁ sendir frá sér nýtt lag: „Tilvalið að negla smá suðrænni dansstemningu í eyrun“

Akureyringurinn Halldór Kristinn Harðarson, einnig þekktur sem rapparinn KÁ/AKÁ sendi í dag frá sér nýtt lag. Lagið kallast All-in og er aðgengilegt Spotify.

„Meðan það er snjór og svona vont veður úti þá er tilvalið að negla smá suðrænni dans stemningu í eyrun og hugsa um að maður sé á ströndinni með ískaldan kokteil að dansa,“ segir Halldór í samtali við Kaffið.

Jóhannes Ágúst Sigurjónsson pródúseraði lagið en hann og Halldór ólust upp á eyrinni á Akureyri saman. Þetta er fyrsta lagið sem þeir vinna að saman í um átta til níu ár.Halldór lýsir samstarfinu með Jóhannesi sem algjörum draumi í færslu á Facebook síðu sinni.

All-in er fyrsta lagið sem Halldór gefur út á árinu en á síðasta ári sendi hann frá sér plötuna Húsvörðurinn ásamt því að semja nýtt stuðningsmannalag fyrir íþróttafélagið Þór.

Hlustaðu á lagið All-In hér að neðan



Sambíó

UMMÆLI

Sambíó