Akureyrsk stuttmynd vinnur til verðlauna – Myndband

allamerica

Stuttmyndin We Remember Moments, unnin af íslenskum ungmennum, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni All American high school film festival. Myndin hlaut verðlaun sem besta alþjóðlega myndin.

Í nokkur ár hafa Félagsmiðstöðvar Akureyrar verið í samstarfi við Vesterálen um stuttmyndagerð. Myndin var hluti af því verkefni. Myndin var sýnd á hinni virtu Cannes kvikmyndahátíð í ár og hlaut mikið lof.

Myndin er tekin upp á Akureyri og segir sögu þolanda eineltis. Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Fannar Már Jóhannsson, Haukur Örn Valtýsson og Mateusz Swierczewski. Ungmennin sem komu að myndinni eru fædd á árunum 1998 og 1999.

Hér að neðan má sjá myndina:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó