Bryndís Rún og Baldur Logi sundfólk Óðins árið 2019

Bryndís Rún og Baldur Logi sundfólk Óðins árið 2019

Bryndís Rún Hansen og Baldur Logi Gautason voru valin sundkona og sundkarl Óðins á árlegri uppskeruhátíð félagsins á dögunum.

Árið 2019 var gott ár hjá sundfélaginu Óðni. Iðkendur voru um 260 talsins og tóku þau þátt í 12 sundmótum á síðastliðnu ári, ásamt því að nokkrir afreksmenn félagsins náðu afar góðum árangri hér á landi og erlendis, meðal annars í verkefnum með íslenska landsliðinu.

Á uppskeruhátíð Óðins voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:

  • Framtíðarhópur – Ástundun: Magni Rafn Ragnarsson
  • Framtíðarhópur – Framfarir í sundtækni: Rakel Hjaltadóttir
  • Úrvalshópur – Ástundun: Elín Rósa Ragnarsdóttir
  • Úrvalshópur – Framfarir í sundtækni: Sandra Fannarsdóttir
  • Krókódílahópur – Framfarir í sundtækni: Soffía Margrét Bragadóttir
  • Krókódílahópur – Stigahæsta sund – konur: Kristín Emma Jakobsdóttir
  • Krókódílahópur – Stigahæsta sund – karlar: Bergur Unnar Unnsteinsson

Afreksviðurkenningar

  • Mesta bæting kvenna – Embla Karen Sævarsdóttir
  • Mesta bæting karla – Örn Kató Arnarsson
  • Fyrirmyndar sundmaður – Katrín Magnea Finnsdóttir
  • Sundkona Óðins – Bryndís Rún Hansen
  • Sundkarl Óðins – Baldur Logi Gautason
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó