Víðsvegar um landið eru sveitarfélög að taka misvel í þingsályktunartillögu um sameiningu sveitarfélaga. Grýtubakkahreppur er eitt sveitarfélag sem ekki tekur vel í tillöguna, ef marka má fjölmennan íbúafund sem var haldinn hjá þeim sl. þriðjudag, 28. janúar. Farið var yfir tillöguna og ljóst var eftir fundinn að vilji íbúanna er sterklega gegn tillögunni.
Í kjölfar fundarins gáfu sveitarstjórnarmenn í Grýtubakkahreppi út yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan:
,,Við undirrituð sveitarstjórnarmenn í Grýtubakkahreppi, lýsum miklum vonbrigðum okkar með niðurstöðu atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
Við munum áfram vinna af fullum þunga eftir skýrum vilja íbúanna, sem kom mjög sterkt fram á fjölmennum íbúafundi 28.janúar, að því að tryggja sjálfstæði og stöðu sveitarfélagsins til framtíðar.“
Fjóla V. Stefánsdóttir, oddviti
Margrét Melstað, varaoddviti
Haraldur Níelsson
Gunnar B. Pálsson
UMMÆLI