Akureyringurinn Eva Björk Benediktsdóttir hefur verið ráðinn sem íþróttafréttakona á RÚV en hún mun leysa af þær Eddu Sif Pálsdóttur og Kristjönu Arnarsdóttur.
Eva Björk útskrifaðist úr Fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri árið 2017 og hún var einn af stofnendum Kaffið.is á sínum tíma. Árið 2018 starfaði hún sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi og færði sig svo yfir til Reykjavíkur þar sem hún starfaði sem fréttamaður auk þess sem hún lærði Blaða- og fréttamennsku í Háskóla Íslands.
Eva segir í samtali við Vísi.is að henni lítist vel á nýja starfið. „Maður er með ágætis grunn í þetta starf og þetta er ótrúlega spennandi tækifæri,“ segir hún á Vísi.
UMMÆLI