Framsókn

Bjartsýn fyrir hönd Akureyrar

Bjartsýn fyrir hönd Akureyrar

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segist vera mjög bjartsýn fyrir hönd Akureyrar og nágrennis í viðtali sem birtist á Facebook-síðu Akureyrarbæjar.

Ásthildur segist þar sannfærð um að í bænum muni áfram byggjast upp blómlegt samfélag. „Hér eru lífsgæðin sem allir eru að leitast eftir, rólegt og notalegt líf í borgarsamfélagi. Tækifærin eru svo mörg og ég er sannfærð um að þetta verði næsta meiri háttar vaxtarsvæði á Íslandi. Hér er einfaldlega allt að gerast og ég er spennt fyrir því sem bíður okkar á komandi ári,“ segir hún.

Sjá einnig: „Sárnar alltaf þegar talað er illa um Akureyri í þau fáu skipti sem það er gert“

Ásthildur flutti til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni árið 2018 þegar hún tók við stöðu bæjarstjóra. Hún segir að eiginmaður hennar hafi hvatt hana til þess að sækja um starfið og að henni hafi fundist það mjög spennandi.

„Okkur hefur verið tekið mjög vel og það hefur ekki verið neitt vandamál að aðlagast. Strákurinn okkar er alsæll í Menntaskólanum á Akureyri og dóttir okkar er á Tröllaborgum sem er frábær leikskóli. Við fjölskyldan erum dugleg í alls konar útivist, förum mikið á skíði og njótum þess að búa í nálægð við náttúruna á Akureyri. Við eigum orðið góða vini og erum í fyllstu einlægni sagt mjög hamingjusöm að hafa tekið þetta stóra skref.“

„Mig langar að óska Akureyringum og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakka um leið fyrir afar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða,“ segir Ásthildur Sturludóttir en viðtalið má finna í heild sinni hér að neðan. Þar fer Ásthildur meðal annars yfir það hvað bæjarstjóri gerir í vinnunni og um áhuga sinn á eldamennsku.

Sambíó

UMMÆLI