Þórsarar unnu eftir framlengdan leik

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Þórsarar eru komnir á sigurbraut í Dominos deild karla eftir frábæran þriggja stiga sigur á Haukum í framlengdum leik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lokatölur 96-93 fyrir Þór sem eru búnir að vinna tvo leiki í röð eftir að hafa tapað þrem fyrstu leikjum sínum.

Heimamenn byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og náðu upp góðri forystu. Undir lok fyrri hálfleiks fór hinsvegar að halla undan fæti og í byrjun þriðja leikhluta keyrðu Haukar yfir Þórsara. Einu stigi munaði á liðunum fyrir fjórða leikhlutann og var spennan gífurleg undir lokin.

Fór svo að framlengja þurfti leikinn en þar reyndust Þórsarar öflugri og náðu þar með að innbyrða fyrsta heimasigur sinn í vetur.

Jalen Riley var stigahæstur í liði Þórs með 25 stig en næstir honum komu þeir Danero Thomas og Darrel Lewis með 19 stig hvor.

Stigaskor Þórs: Jalen Riley 25/6 fráköst, Danero Thomas 19/17 fráköst, Darrel Lewis 19/4 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 11/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Ragnar Helgi Friðriksson 5/7 stoðsendingar.

Stigaskor Hauka: Sherrod Wright 23/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 23/11 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 15/10 fráköst/8 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 8/9 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/8 fráköst, Breki Gylfason 2.

dominosdeildin_stort-copy-1

Sambíó

UMMÆLI