Björgunarsveitir í Eyjafirði hafa verið kallaðar til ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni vegna alvarlegs slyss í Sölvadal nú rétt fyrir klukkan 22 í kvöld.
Færð á svæðinu er slæm og því bað lögreglan á Norðurlandi eystra um hjálp þyrlunnar. Þá hafa snjóruðningsmenn einnig verið kallaðir út til hjálpar.
UPPFÆRT 00:40
Maður féll í Núpá þegar hann var að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapagusa hreif hann með sér. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn en maðurinn er enn ófundinn. Nánar sjá Facebook uppfærslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra hér að neðan.
UPPFÆRT 07:35
Maðurinn er enn ófundinn, nú eru 43 leitarmenn á 17 tækjum og er að bætast enn í hópinn. Önnur þyrla með 10 manna sérhæfðum hóp í straumvatnsbjörgun er á leiðinni norður. Sjá nánar Facebook pósta lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
UMMÆLI