Framsókn

Lost in Eyjafjörður sigurmynd Stulla 2016 – Myndband

Stulli stuttmyndakeppni var haldin í Rósenborg á dögunum.

Stulli stuttmyndakeppni var haldin í Rósenborg á dögunum.

Stuttmyndakeppnin Stulli var haldin 1.nóvember síðastliðin í Ungmennahúsinu á Akureyri. Stuttmyndakeppnin hefur verið haldin frá árinu 2007 á vegum Félagsmiðstöðva Akureyrar og Ungmennahússins. 13-20 ára einstaklingar mega senda inn mynd í keppnina. Í ár voru fimm myndir í keppninni.

Þema keppninnar var ,,parody“ eða skopstæling sem þýðir að myndirnar áttu að vera eftirhermur af þekktum kvikmyndum. Sigurmyndin var einkar glæsileg. Jón Páll Norðfjörð skrifaði og leikstýrði og Adam Ingi Viðarsson lék aðalhlutverk. Myndin er skopstæling af hinni stórkostlegu mynd Cast Away frá árinu 2000 þar sem Tom Hanks fer á kostum. Adam gefur Tom Hanks ekkert eftir í þessari skopstælingu, greinilega ungur og efnilegur leikari þarna á ferð.

Myndina má sjá í fullri lengd í spilaranum hér að neðan:

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó