NTC

Garðar Kári Garðarsson – Kokkalandsliðsmaður í nærmynd

Garðar Kári Garðarsson – Kokkalandsliðsmaður í nærmynd

Garðar Kári Garðarsson.

Garðar Kári Garðarsson.

Kokkalandsliðið keppti nýverið á Ólympíuleikum matreiðslumanna þar sem þeir lentu í 9.sæti yfir allt og komu heim með ein gullverðlaun, tvö silfur og ein bronsverðlaun. Blaðamaður Kaffisins heyrði í Garðari Kára Garðarssyni um keppnina og hvað sé framundan.

Garðar Kári Garðarsson hefur verið í landsliðinu í fjögur ár og hann er einnig eini meðlimur liðsins sem býr á landsbyggðinni, en Garðar starfar sem yfirkokkur á Strikinu, veitingahúsi á Akureyri.

400 klst vinna á bakvið 3.sætið
Í liðinu hefur hver og einn liðsmaður mismunandi hlutverkum að gegna og Garðars meginhlutverk eru eftirréttirnir. Hann gerir allskonar súkkulaði, skraut, borða og konfekt þar sem hann leggur mikla vinnu í hvert einasta smáatriði.
,,Það má segja að ég hafi sérhæft mig í súkkulaðinu, þó svo að ég hafi ekki fengið formlega menntun á því sviði. Það tók mig 3 klst að gera eitt skraut fyrir súkkulaðidesertinn og við vorum með fjögur svoleiðis, þrjú sem við vildum nota og eitt svona til vara, ef að eitthvert skrautið skyldi brotna á ferðalaginu.“
Það gladdi Garðar mikið eftir 12 klst ferðalag frá Reykjavík til Apfelstädt í Þýskalandi að sjá að skrautin höfðu ferðalagið af, í heilu lagi.

Konfektið í "pastry art" keppnisflokknum.

Konfektið í „pastry art“ keppnisflokknum. Þemað hja Garðari í konfektinu voru íslenskir fuglar og bragð frá þeirra heimkynnum.

,,Þegar ég komst inn í „pastry“ herbergið, sem er sérstakt herbergi fyrir eftirrétta- og konfektgerð, þar sem herbergishitinn er hafður í ca. 18 gráðum var ég sérstaklega glaður að lítið sem ekkert brotnaði eftir tvær rútuferðir, flugferð og auka ferðalög þar á milli. Hefði eitthvað brotnað á ferðalaginu hefði ég aldrei haft tíma aflögu til að gera nýtt.“

Þó að þrír tímar fyrir eitt skraut virðist mikið er það aðeins lítið brot af þeim tíma sem Garðar lagði í réttina í heildina. Hann lýsir því að það hafi þó nokkuð stress fylgt sendibílaferðinni með konfektið allt fullbúið á leiðinni til keppnishallarinnar um nóttina fyrir keppni. ,,Ég hafði ekkert sofið í ca. sólahring þarna kl.03.30 um morguninn og get sannarlega sagt að það hafi verið mikill léttir að komast þessa vegalengd án þess að skemma mína 2-400 klst. vinnu,“ segir Garðar.

Garðar Kári er í forsvari liðsins fyrir eftirréttina ásamt fjórum öðrum og fimm aðstoðarmönnum. Sá hópur stóð sig gríðarlega vel og vann til gullverðlauna fyrir kalda matinn og endaði með þriðja besta árangur í heimi í konfekti, sýningarstyttu og eftirréttum. Eftirrétta og konfekt þátturinn hefur yfirleitt verið veikasti hlekkurinn í keppninni hjá Íslandi og er þetta því frábær árangur hjá liðinu.

Einu stigi frá gullinu

Einn af glæsilegum eftirréttum liðsins.

Einn af glæsilegum eftirréttum liðsins.

,,Það er alltaf hægt að telja upp hluti sem hefði mátt gera betur en málið er bara að í svona keppni koma alltaf hlutir upp á og mesta þrekraunin er hvernig hópurinn leysir vandamálin sem upp koma. Það skiptir öllu máli þegar upp er staðið.“

Garðar Kári segir það vonda og góða í þessu öllu saman vera hvað þau voru grátlega nálægt gullinu. Þá vantaði liðinu ekki nema tæplega eitt stig í bæði heita eldhúsinu og því kalda til að sigra.

Matreiðslukeppni virkar þannig að þú byrjar með 100 stig, eða fullt hús stiga. Ef þú ferð niður fyrir 90 stig ertu komin með silfur, 80 stig færðu brons og 70 stig færðu diplomu.
,,Dómararnir eru sko alls engin lömb. Það sem við vorum helst dæmd niður fyrir voru tæknileg mistök eða mistök sem snerta matinn óbeint. Það hefði verið gaman að sjá niðurstöðurnar ef við hefðum haft reynsluna á bakinu til að fyrirbyggja þessar villur því að maturinn sjálfur var mjög heillandi.“

Engin svefn og mikil pressa

Landsliðið fagnar frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Þýskalandi.

Landsliðið fagnar frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Þýskalandi.

Aðspurður hver var mesta þolraun liðsins á mótinu segir Garðar að nóttin fyrir kalda borðið hafi verið erfið. Dagskránni þeirra átti að ljúka um kl.22 til að þau gætu fengið kærkominn svefn til 01.00. Þá voru allir aðeins á eftir áætlun, eitt og annað klikkaði hér og þar og náði því enginn að leggja sig.
,,Það er dálítið erfitt þegar þú þarft að framkvæma einhverja þá nákvæmustu vinnu sem þú hefur gert á ævinni, eftir að hafa verið vakandi í sólahring í stanslausri vinnu og undir rosalegri pressu,“ segir Garðar um helstu hindrun liðsins. ,,Þetta var samt ekkert panik móment, fólk sá hvað var í vændum og sætti sig furðu vel við það. Tíminn bara flaug úr höndum okkar þetta kvöldið“.

Á heimaslóðum og vill hugsa vel um heimamenn
Aðspurður hvort Garðar Kári muni koma til með að halda áfram í landsliðinu útilokar hann ekki neitt en segir líka að það sé erfitt að svara svona spurningu viku eftir að hann er kominn heim úr herbúðum burtu frá fjölskyldu, vinum og vinnu. ,,Það er gríðarleg pressa að halda áfram þegar maður hefur náð svona langt og einhvern veginn heldur maður að þetta verði auðveldara næst, en er það raunin?“

Landsliðið er á leiðinni í svokallað uppbyggingarferli núna sem að getur tekið allt að 6 mánuði þar sem valið verður í nýjan hóp, ef sá gamli er alveg úrvinda, og fleira. Það verður spennandi að sjá hvort að fagmennirnir sem nú manna liðið velji að vera áfram og hvar liðið keppir næst.

Garðar Kári segist í augnablikinu bara vilja njóta stunda með fjölskyldu og vinum þar sem þær hafa ekki verið gefins undanfarið. Einnig ætlar hann að einbeita sér þeim mun meira að vinnunni á Strikinu meðan hann nær sér niður eftir Ólympíuævintýrið. 
,,Ég ætla að taka þvílíkt í árarnar á Strikinu og koma öllu í fulla siglingu fyrir veturinn því að það er tíminn til að hugsa vel um þá heimamenn sem koma til okkar og vilja láta fara vel um sig,“
segir Garðar.

Helsta fyrirmynd í matreiðslu

Það lá ekkert á milli hluta hver fyrirmynd Garðars í matreiðslu væri þegar hann var spurður að því:
,,Það er einfalt og alltaf sama svarið, mamma mín. Hún bannaði mér aldrei að leika mér með matinn og það er einmitt það sem ég geri… leik mér með matinn.“

Sjá einnig:
Íslenska kokkalandsliðið í 9.sæti á Ólympíuleikunum.

 

14713644_10211071157914326_1180625962599966457_n

Pastry Art borðið hjá íslenska landsliðinu.

14639784_10211071175514766_8978419409808221264_n

Stytta gerð úr sykri á Pastry Art borði landsliðsins.

14680655_1054639164634794_8823062489928315047_n

Einn eftirrétta landsliðsins.

 

Sambíó

UMMÆLI