Öllum átján skipverjum á línuveiðiskipi Samherja, Önnu EA 305, hefur verið sagt upp. Þetta kemur fram á vef Vísis.
Þar er haft eftir Smára Rúnari Hjálmtýssyni, skipstjóra, að áhöfninni hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar skipið kom til hafnar á Akureyri í gær.
Hann segir að framundan séu umtalsverða lagfæringar á skipinu þar sem kostnaður geti numið tugum milljóna króna.
UMMÆLI