Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Norðurland eystra í nótt, en hvessa á allhressilega annað kvöld og þá sér í lagi í Eyjafirði.
Á vef veðurstofunnar segir „Hvassviðri eða stormur, 18 – 25 m/s, einkum í Eyjafirði, við Skjálfanda og í Bárðardalnum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 30 – 35 m/s, sem í bland við hálku á vegum geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sér í lagi þá sem eru á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.“
UMMÆLI