NTC

Snæfríður sendir frá sér nýja handbók fyrir jólin – „Komdu með til Kanarí“

Snæfríður sendir frá sér nýja handbók fyrir jólin – „Komdu með til Kanarí“

Akureyringurinn Snæfríður Ingadóttir sendir frá sér glænýja handbók fyrir jólin. Að þessu sinni er það eyjan Gran Canaria sem Snæfríður tekur fyrir en sambærileg handbók hennar um Tenerife vakti mikla lukku í fyrra.

Í bókinni, sem heitir „Gran Canaria – Komdu með til Kanarí“, segir Snæfríður frá ýmsu sem gaman er að upplifa sem ferðalangur á Gran Canaria, meðal annars staði sem áhugavert er að heimsækja og mat sem spennandi er að smakka. 

Sjá einnig: Snæfríður gefur út tvær bækur í vor

Margir Íslendingar þekkja vel suðurhluta eyjunnar enda hefur eyjan verið vinsæll áfangastaður hjá þeim sem sækja í sól að vetrarlagi. Þó eyjan sé ekki stór er hún mjög fjölbreytt og þar er til að mynda einu kaffiakra Evrópu að finna, mikla rommframleiðslu, hellahús, sjávarlaugar og ævintýraleg fjallaþorp, svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta er fjórða handbókin á tveimur árum sem Snæfríður sendir frá sér. Í vor gaf hún út krakkahandbók um Tenerife ásamt 11 ára dóttur sinni, Ragnheiði Ingu. Í fyrra kom út handbók eftir hana um íbúðaskipti og önnur handbók um Tenerife.  

Bókin fæst í Eymundsson og á heimasíðunni lifiderferdalag.is. Snæfríður mun kynna bókina á Amtsbókasafninu 2. desember næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó