Minjastofnun Íslands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Síðasti dagur til að skila umsóknum er 1. desember næstkomandi og er gert ráð fyrir að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja. Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta slíkra húsa, en einnig er heimilt að veita styrki vegna annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
Eigendur húsa og mannvirkja á Akureyri sem gætu fallið þarna undir eru hvattir til að sækja um styrk.
Mynd: Akureyri.is/María Helena Tryggvadóttir
UMMÆLI