Um helgina var kveikt á fjólubláum ljósum í Hofi til að vekja athygli á málefnum fyrirbura. Alþjóðlegur dagur fyrirbura er 17. nóvember en á þeim degi hefur myndast sú hefð að lýsa upp þekktar byggingar og mannvirki í þessum lit um allan heim.
Fyrirtækið RóRó hefur haft frumkvæði að því að fá byggingar á borð við Háskóla Íslands, Hörpu, Perluna og Hof til að kveikja á fjólubláum ljósum og vekja þannig athygli á fyrirburðafæðingum og þeim erfiðleikum sem fyrirburar og fjölskyldur þeirra þurfa að glíma við.
Mynd og frétt af vef Menningarfélags Akureyrar
UMMÆLI