Glæsilegur sigur KA gegn FH

Glæsilegur sigur KA gegn FH

Það var mögnuð stemning í KA heimilinu um síðustu helgi þegar KA menn tóku á móti FH-ingum í Olís deild karla í handbolta. KA sigraði leikinn 31-27 ið gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda.

Fyrir leikinn voru FH-ingar í toppbaráttunni með 11 stig en KA menn enn að leita að sínum fyrsa heimasigri. Eftir sigurinn fóru KA menn upp í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig.

Dagur Gautason var markahæstur KA manna í leiknum með 9 mörk, Jóhann Einarsson 7, Daníel Örn Griffin 4, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Patrekur Stefánsson 3, Daníel Matthíasson 2, Andri Snær Stefánsson 1, Áki Egilsnes 1 og Allan Norðberg 1 mark. Í markinu varði Jovan Kukobat 13 skot og var með 33% markvörslu.

Næsti leikur KA er gegn Val fyrir sunnan á morgun, miðvikudag, og KA menn geta verið bjartsýnir eftir frábæra spilamennsku undanfarið. Nánar má lesa um sigurinn gegn FH á heimasíðu KA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó