Kölski er á leiðinni norður laugardaginn 16. Nóvember þar sem þeir bjóða Akureyringum og nágrönnum upp á hágæða, sérsaumuð jakkaföt á hagstæðu verði en Kölski sérhæfir sig í sérsaumuðum jakkafötum, skyrtum og öllu því sem fylgir sparidressinu.
Kölski ætlar að leggja undir sig efri hæðina á Ölstofunni þar sem verða til sýnis jakkaföt frá þeim, hægt að skoða öll efnin sem þeir hafa upp á að bjóða (sem telja yfir 400), töskur, bindi og fleira til sýnis. Þannig er hægt að skoða úrvalið, fara í mælingu og panta jóladressið á staðnum.
Vildu gera sérsaumuð jakkaföt á hagstæðu verði með stuttan afhendingartíma
Fyrirtækið Kölski var stofnað 2018 af þremur bestu vinum úr Vestmannaeyjum, þeim Hjörleifi, Tómasi og Sigurði. Hugmyndin spratt út frá pælingum þeirra um hvernig hægt væri að gefa mönnum kost á því að klæða sig upp í sérsaumuð jakkaföt við öll tilefni á sem hagstæðustu verði en þó með skjótasta afhendingatíma sem völ er á. „Við töldum vera vöntun á fersku blóði inn á þennan markað hér á Íslandi og ákváðum að slá til og blása nýju lífi í sérsaumuð jakkaföt, hver með sinn bakgrunn í jakkafatabransanum,“ segir Sigurður Stefán Kristjánsson, einn eigenda Kölska í samtali við Kaffið. „Við erum landsbyggðarmenn og viljum þjónusta landsbyggðina eftir mesta megni. Við höfum nú þegar farið til Vestmannaeyja, á Ólafsvík og Egilsstaði og erum núna að bjóða Akureyringum og nærliggjandi byggðarsamfélögum að nýta tækifærið á að versla við okkur í heimabyggð,“ bætir Sigurður við um heimsóknina til Akureyrar næstu helgi.
„Þú færð nákvæmlega það sem þú vilt – Sama hversu galin hugmyndin er“
Úrvalið hjá Kölska er töluvert en hægt er að fá að sérsaumaðar skyrtur, jakka, buxur, vesti, frakka, leðurskó, leðurtöskur og allt sem þarf til að gera draumadressið. „Það sem við gerum er að við tökum á móti mönnum í meðhöndlun, fáum að vita hvaða hugmyndir hver og einn er með og svo er farið að velja efni. Við erum með um 400 jakkafata efni, frakka efni, yfir 100 mismunandi skyrtuefni, 50 tegundir af leðri og sniðið er á hvern og einn eftir þeirra höfði. Það er í rauninni sérstaðan okkar á markaðinum á sama tíma, þú færð nákvæmlega það sem þú vilt hjá okkur, sama hversu galin hugmyndin er,“ segir Sigurður.
Faglærðir klæðskerar fyrir sunnan og norðan
Eftir að búið er að velja efnið og fara í mælingu eru fötin afhent á 3-4 vikum en eins og áður kom fram leggur Kölski mikla áherslu á faglega og fljóta þjónustu. „Við viljum benda Norðanmönnum á að við verðum með sérstaka afgreiðslu á fötunum þeirra sé þess óskað. Þá sendum við fötin beint til kúnnanna okkar og ef að það vill svo til að einhverjar lagfæringar þurfi að gera þá erum við í samstarfi með faglærðum klæðskera fyrir norðan sem tekur á móti ykkur og gerir það sem þarf án aukakostnaðar,“ segir Sigurður en þeir hjá Kölska ábyrgjast að þeir sem mæta næstu helgi fá afhent jakkafötin í byrjun desember og ná því að dressa sig upp fyrir jólin!
Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á eventinum á facebook HÉR. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og skoða laugardaginn 16. Nóvember á Ölstofunni. Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið kolski@kolski.is og í síma 7666555 ef að menn vilja festa einhvern ákveðinn tíma sem verður þá tekið frá fyrir meðhöndlun.
Þessi grein er kynning. Smelltu hér til þess að skoða tilboð fyrir auglýsingar á Kaffinu.
UMMÆLI