Framsókn

Vinna að opnun innanhúss brettaaðstöðu á Akureyri

Vinna að opnun innanhúss brettaaðstöðu á Akureyri

Eiki Helgason, atvinnumaður á snjóbretti, vinnur nú að því að koma upp nýrri hjólabretta aðstöðu innandyra á Akureyri. Það hefur lengi verið draumur hjá honum að að koma upp brettapöllum innanhúss á Akureyri. Eftir langa leit fann hann loksins húsnæði og vinnur nú í því ásamt félögum sínu að koma því í rétt horf. Málið var til umfjöllunar á vef RÚV á dögunum.

Sjá einnig: Eiki Helgason vill opna innanhússaðstöðu fyrir brettafólk

Þrátt fyrir að hafa fengið neitun þegar hann leitaði eftir aðstoð frá Akureyrarbæ ákvað hann að láta slag standa. Hann vonast til þess að bærinn muni á endanum sjá hag sinn í að stuðla að fjölbreyttara íþróttalífi í bænum.

„Það væri allavega gott að fá aðstoð við þetta. Núna, fyrst maður er kominn með þetta í gang og búinn að plana allt og er byrjaður, þá eiginlega gæti ekki verið auðveldara fyrir bæinn að koma að þessu.“ segir hann í samtali við RÚV.

Hægt er að fylgjast með framkvæmdunum í hóp á Facebook sem Eiki heldur utan um. Viðtal við Eika á RÚV má sjá með því að smella hér.

VG

UMMÆLI