NTC

Tvær vélar frá Icelandair þurftu að lenda á AkureyriMynd: Kaffid.is.

Tvær vélar frá Icelandair þurftu að lenda á Akureyri

Tveimur vélum Icelandair var beint til Akureyrar í morgun vegna atviks á Keflavíkurflugvelli. Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar draga þurfti litla vél af flugbrautinni eftir að hún rakst í kant við enda flugbrautar. Vísir greinir frá.

„Það sem gerist er að það er lítil vél, sem mér skilst að sé notið til sjúkraflutninga almennt, sem kemur inn til lendingar hjá okkur skömmu eftir klukkan sex. Hún lendir á brautinni, en þegar hún er kominn á enda brautarinnar þá fer hún í kantinn með þeim afleiðingum að það þarf að draga hana burt. Þeim vélum sem er að koma inn til lendingar eftir það er þá vísað til Akureyrar meðan verið er að draga vélina burt. En ein þessara véla, það kemur tilkynning frá henni að það vanti nægt eldsneyti. Þá er lýst yfir hættustigi, en síðan kemur sú vél inn til lendingar án nokkurra vandkvæða. Síðan hef ég upplýsingar um að þær vélar, tvær vélar sem fóru til Akureyrar eru að leggja af stað til Keflavíkur á næstu mínútum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó