NTC

Lögreglumaður brást hratt við þegar mannlaus bíll rann til í ÞórunnarstrætiSkjáskot úr myndbandi Rúv.

Lögreglumaður brást hratt við þegar mannlaus bíll rann til í Þórunnarstræti

Bílaflutningabíll rann til við enda Þórunnarstrætis í gær svo litlu mátti muna að hann skylli á aðra bíla. Eins og fram hefur komið áttu margar bifreiðar erfitt í færðinni á Akureyri í gær og í dag. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum en töluvert tjón á bílum.

Skjót viðbrögð lögreglumanns björguðu því að ekki fór verr í Þórunnarstrætinu en hann stökk inn í bílinn, sem þá var mannlaus, og rétt tókst að bremsa áður en bíllinn fór á aðrar bifreiðar í kring. Rúv greinir frá þessu.

„Við fengum bíl frá Bílabjörgun til að aðstoða okkur við draga bíl í götunni. Þrátt fyrir að hafa verið í handbremsu fór björgunarbíllinn að renna. Við hlaupum af stað og ég rétt næ að hoppa inn og bremsa áður en bíllinn skellur á fleiri bíla,“ segir Börkur Árnason, lögreglumaðurinn sem um ræðir, í samtali við Rúv.

Með því að ýta HÉR má sjá fréttina frá Rúv og myndband af atvikinu.

VG

UMMÆLI

Sambíó