NTC

Lögreglan ætlar ekki að sekta vegna nagladekkja

Lögreglan ætlar ekki að sekta vegna nagladekkja

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að veturinn er kominn til Norðurlands ef marka má snjókomu síðustu daga. Mikið hefur snjóað síðustu daga og fólk er í óðaönn að skipta yfir í vetrardekkin á bílum sínum. Langar biðraðir eru á dekkjaverkstæðum á Akureyri og í gær urðu sjö umferðaróhöpp vegna hálku og snjókomu.

Samkvæmt lögum má ekki setja nagladekk undir bíla fyrr en eftir 1. nóvember. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti hins vegar í gær að hún komi ekki til með að sekta fólk fyrir að setja nagladekkin undir fyrir þann tíma vegna veður. Í tilkynningunni hvetur lögreglan einnig fólk til að fara varlega í umferðinni.

VG

UMMÆLI

Sambíó