Væntanlegar breytingar á Oddeyri – Aðalskipulag Akureyrarbæjar

Oddeyri: svæðið sem um ræðir.

Oddeyri: svæðið sem um ræðir.

Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar hélt fund í dag þar sem kynntur var rammahluti aðalskipulags. Það þýðir að fyrirhugaðar breytingar koma til með að verða á Oddeyrarsvæðinu, oftast kallað Eyrin, nema einhver komi til með að mótmæla því skipulagi.
Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó.

Í samantekt skipulagsins segir:
,,Stefna skipulagsins er almennt í samræmi við aðrar áætlanir s.s. landsskipulagsstefnu og aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á þéttingu byggðar, gæði umhverfis og fjölbreytt húsnæði. Einnig styður skipulagið sjálfbærni í samgöngum og heilnæmt umhverfi s.s. með göngu- og hjólastígum, blágrænum ofanvatnslausnum og bættri hljóðvist. Skipulagssvæðið er allt á röskuðu landi í eldri byggð. Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Þær framkvæmdir sem liggja fyrir í skipulaginu eru:
 Endurgerð Hjalteyrargötu, sem er tengibraut, með bættu aðgengi gangandi og hjólandi.
 Endurgerð Laufásgötu og tenging hennar um nýtt hringtorg frá Hjalteyrargötu. Ný gata verður um 350 m löng og fer um lóð ÚA.
 Endurgerð Tryggvabrautar, sem er tengibraut, með bættu aðgengi gangandi og hjólandi.
 Uppbygging á auðum lóðum.  Niðurrif/færsla húsa til enduruppbyggingar á lóðum/reitum.
 Göngustígur meðfram sunnanverðri Glerá.  Hjólastígar meðfram Glerárgötu, Strandgötu, Hjalteyrargötu og Tryggvabraut.“

Fylgst verður með því á Kaffinu hvort að einhver mótmæli munu berast skipulagsnefnd.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó