A! Gjörningahátíð var haldin í fimmta sinn á Akureyri dagana 10. – 13. október og sáu yfir 1.500 áhorfendur þá gjörninga sem í boði voru. A! var að venju með alþjóðlegum blæ enda komu erlendir listamenn sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru listamennirnir 28, af 8 þjóðernum og gjörningarnir samtals 20. Gjörningarnir voru af fjölbreyttum toga og lengd þeirra allt frá 11 mínútum yfir í 64 klukkustundir.
Í ár var haldið svokallað „open call“ þar sem gjörningalistamenn hvaðanæva að úr heiminum gátu sótt um þátttöku. A! Gjörningahátíð er árlegur viðburður á Akureyri og fer næst fram dagana 1. til 4. október 2020. „Open call“ fyrir hátíðina 2020 hefst 11. nóvember næstkomandi.
Þátttakendur voru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Dustin Harvey, Einkasafnið, Florence Lam, Haraldur Jónsson, Íris Stefanía / Hljómsveitin Eva, Listahópurinn Kaktus, The Northern Assembly / Nordting, Photo Studio »Schmidt & Li« , Rodney Dickson, Snorri Ásmundsson, Sunna Svavarsdóttir, Tales Frey, Tine Louise Kortermand / Maria Lilja Thrastardottir.
Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar.
UMMÆLI