Bíll valt á áttunda tímanum í morgun á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall. Rúv greinir frá en tvennt í bílnum, ökumaður og farþegi og var það flutt á sjúkrahús til skoðunar með minniháttar áverka.
Hálka var á veginum í morgun þegar óhappið varð og endaði bíllinn utanvegar eftir að hafa runnið útaf er hann var um það bil hálfnaður upp fjallið.
Hálka hefur myndast víða á vegum undanfarið, sér í lagi fjallvegum, og er ökumenn hvattir til að fara varlega.
UMMÆLI