NTC

Hjúkrunarstýrðar bókanir innleiddar á heilsugæslunni á Akureyri

Hjúkrunarstýrðar bókanir innleiddar á heilsugæslunni á Akureyri

Heilsugæslan á Akureyri hefur innleitt hjúkrunarstýrðar bókanir í símamóttöku heilsugæslunnar. Markmiðið er að efla og bæta þjónustu við skjólstæðinga þannig að þeir  hljóti viðeigandi og tímanlega þjónustu á réttum stað og af réttum aðila. Fyrirkomulag úrlausnar getur þýtt að í stað heimsóknar til læknis hitti skjólstæðingar annað heilbrigðisstarfsfólk eða að erindið verði leyst í gegnum síma.

Í hjúkrunarstýrðum bókunum felst að skjólstæðingar hringja sem fyrr inn á símaskiptiborð HSN á Akureyri fyrir tíma og fara þá á úthringilista hjá hjúkrunarfræðingi. Hjúkrunarfræðingur hringir þá til baka eins fljótt og auðið er, aflar upplýsinga um vandamálið og forgangsraðar skjólstæðingi í tíma hjá lækni eða kemur málinu í þann farveg að viðkomandi fái sem skjótasta úrlausn. Þetta þýðir að hefðbundnar tímabókanir munu breytast þannig að læknaritarar munu öllu jafna ekki lengur skrá niður tíma hjá lækni.

HSN á Akureyri vill einnig benda á hjúkrunarmóttöku HSN sem er opin fyrir bráðatilfelli og veikindi alla virka daga frá kl. 8-10. Hjúkrunarfræðingar sinna einnig símaráðgjöf alla virka daga frá kl. 8-15. Vaktþjónusta lækna er opin frá kl. 14-18 alla virka daga og frá kl. 10-14 um helgar. Í neyðartilvikum skal ávallt hringt í 112.

Sambíó

UMMÆLI