NTC

Mikið vatn safnaðist í miðbænum þegar Andapollurinn var þrifinn

Mikið vatn safnaðist í miðbænum þegar Andapollurinn var þrifinn

Andapollurinn við Sundlaugina á Akureyri var þrifinn og tæmdur í gærmorgun. Vegna hárrar sjávarstöðu safnaðist mikið vatn saman á mótum Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis í kjölfarið. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Vatnið úr Andapollinum kom upp um holræsin og flæddi yfir göturnar en því var reddað fljótlega þegar dælubíll kom og fjarlægði vatnið.

Hér að ofan má sjá mynd af vatnsmagninu sem safnaðist saman en fleiri myndir má sjá á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI