NTC

Bæjarins beztu gætu snúið aftur á Akureyri eftir veturinn

Bæjarins beztu gætu snúið aftur á Akureyri eftir veturinn

Líkt og greint var frá hér á Kaffinu í upphafi vikunnar hefur Bæjarins Bestu pylsuvagninn á Ráðhústorgi hætt starfsemi. Vagninn gæti þó snúið aftur næsta sumar.

Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að taka pásu yfir veturinn. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna.

Það sé aldrei að vita nema hann snúi aftur næsta vor. Þangað til geta Akureyringar til dæmis heimsótt Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem hefur vakið athygli netverja að undanförnu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó