Útibókasöfn á Akureyri

Útibókasöfn á Akureyri

Um helgina voru vígð þrjú útibókasöfn á Akureyri í tilefni af Alþjóðadegi læsis, útibókasöfnin voru hönnuð af unglingum í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sem sóttu innblástur í sögur og ævintýri við hönnun bókasafnanna.

Sjá einnig: Alþjóðlegur dagur læsis á Akureyri

Bókasöfnin eru staðsett í miðbænum við Amarohúsið, í Lystigarðinum og í Boganum. Í þeim eru notaðar bækur sem vegfarendur mega lesa og skila eða eiga. Einnig má gefa vel með farnar bækur í skápana og gefa þeim þar með nýtt líf.

Vígsla safnanna fór fram á sunnudaginn við Amaróhúsið. Í kjölfarið kynnti ungi rithöfundurinn, Ragnheiður Inga, ferðahandbók sína um Tenerife og svo var gestum og gangandi boðið í vöfflukaffi.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó