Framtíð körfuboltans hjá Þór hefur verið tryggð í bili og liðið mun taka þátt í Dominos deild karla í vetur. Þetta kemur fram á vef Þórs.
Eftir fréttir þess efnis að til stæði að draga karlalið Þórs úr keppni í Dominos deild karla í körfubolta sökum þess hve fáar hendur komi að starfinu var boðað til samstöðufundar í Hamri þar sem framtíð körfuboltans hjá Þór var rædd.
Á fimmta tug áhugafólks mætti á fundinn og fimm einstaklingar buðu sig fram til stjórnarsetu ásamt þeim sem þegar voru í stjórn. Auk þess bauð fjöldi stuðningsmanna sig fram í hin ýmsu fjáröflunarverkefni.
Á vef Þórs segir að þrátt fyrir að margar hendur hafi bæst í bakvarðarsveit deildarinnar sé enn pláss fyrir áhugasamt fólk sem vill leggja lið.
Áhugasamir sem vilja vera með geta haft samband með því að senda tölvupóst á karfan.stjorn[at]thorsport.is eða framkvæmdastjóra Þórs, Reimar Helgason reimar[at]thorsport.is.
UMMÆLI