817 þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi strikuðu yfir nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oddvita flokksins. Í heildina fékk flokkurinn 4542 atkvæði í kjördæminu og því eru þetta tæp 18% kjósenda.
Til þess að útstrikanir hafi áhrif á niðurröðun listans þurfa 20% kjósenda að breyta röðinni. Sigmundur Davíð verður því ekki ekki færður niður fyrir Þórunni Egilsdóttur sem situr í 2. sæti listans. Flokkurinn fékk 20% greiddra atkvæða í kjördæminu og tvo menn á þing.
Þegar tekið hefur verið tillit til útstrikana getur þó verið að Sigmundur Davíð færist niður á lista yfir kjördæmakjörna þingmenn. Landskjörstjórn mun úrskurða um það.
UMMÆLI