KA menn unnu glæsilegan sigur á Stjörnunni á Greifavellinum á Akureyri í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær. Lokatölur leiksins urðu 4-2 fyrir KA sem komust upp úr fallsæti með sigrinum.
Hallgrímur Mar Steingrímsson var búinn að skora tvö mörk strax á 14. mínútu leiksins og staðan orðin 2-0 fyrir KA. Stjörnumenn minnkuðu muninn í 2-1 fyrir hálfleik.
Torfi Tímoteus Gunnarsson kom KA í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks. Stjörnumenn minnkuðu aftur muninn áður en Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA og tryggði 4-2 sigur.
Mynd: KA.is/ Þórir Tryggva
UMMÆLI