NTC

Arnar Már Arngrímsson hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

arnar-2-250x375

Arnar Már Arngrímsson.

Sölva saga unglings, bók eftir Arnar Má Arngrímsson, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Arnar Már var staddur á athöfninni, þar sem honum var heldur brugðið við sigurinn, en athöfnin var haldin í tónlistarhúsi danska ríkissjónvarpsins. Jakob Wegelius, handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, afhenti Arnari Má verðlaunin ásamt verðlaunaféinu sem var 350 þúsund danskar krónur eða rétt tæplega 6 milljónir króna.

31085-solvasaga-unglings
Sölvasaga unglings hefur fengið frábæra dóma hérlendis og var nýlega gefin út á sænsku í Svíþjóð, eins og Kaffið greindi frá um daginn.  Umfjöllunarefni bókarinnar er Sölvi, 14 ára unglingur frá Reykjavík sem er sendur gegn vilja sínum í sveit til ömmu sinnar. Þar þarf hann að kynnast lífinu án internets og annarra nútímaþæginda. Í sveitinni lærir hann að takast á við lífið á annan hátt en hann hefur áður gert.

Arnar Már Arngrímsson starfar sem íslensku kennari við Menntaskólann á Akureyri en Sölva saga unglings er hans fyrsta útgefna bók. Þetta verður að teljast frábær árangur fyrir fyrstu bók og verður spennandi að fylgjast með því hvað kemur næst frá Arnari.

VG

UMMÆLI

Sambíó